Krabbameinsrannsóknir á Íslandi

PastedGraphic-1

Rannsóknastofa í krabbameinsfræðum hefur þann megin tilgang að stunda grunnrannsóknir á krabbameinum. Stjórn rannsóknastofunnar er í höndum Helgu M. Ögmundsdóttur Prófessors og Stefáns Þ. Sigurðssonar Dósents. Á rannsóknastofunni starfa að jafnaði einn sérhæfður starfsmaður, tveir nýdoktor og átta meistara- og doktorsnemar.

Rannsóknastofa Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði var stofnuð í ársbyrjun 1987 og opnuð formlega í mars 1988. Í árslok 2006 hætti Krabbameinsfélagið rekstri rannsóknastofunnar og færðist hann til Læknadeildar Háskóla Íslands undir nýju nafni. Með flutningi rannsóknastofunnar til Háskólans hafa skapast ný tækifæri og er rannsóknastofan stofnaðili að Lífvísindasetri Háskóla Íslands.

Hér getur þú styrkt okkur