BRCA-krabbameinslyf gætu nýst stærri hópi sjúklinga

Jórunn Erla Eyfjörð og Serena Nik-Zainal

Jórunn Erla Eyfjörð og Serena Nik-Zainal

Ný lyf sem hingað til hafa fyrst og fremst verið hugsuð fyrir meðferð við krabbameini hjá arfberum stökkbreyttra BRCA-gena gætu nýst allt að fimmtungi brjóstakrabbameinssjúklinga. Þetta sýnir ný rannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna en fjallað er um hana í grein sem birtist vísindaritinu Nature Medicine í dag. Meðal aðstandenda rannsóknarinnar er Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor emerita við Læknadeild Háskóla Íslands.

Sjá frétt á fréttasíðu Háskóla Íslands

Umfjöllun BBC um niðurstöður rannsóknarinnar

 

Tveir styrkir frá Göngum saman

Elísabet Alexandra Frick, doktorsnemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands  hlaut 2,5 milljón krónur í styrk fyrir verkefnið Starfsemi miR-190b í brjóstakrabbameinum

Ólafur Andri Stefánsson, nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands hlaut 1,75 milljónir króna í styrk fyrir verkefnið TP53 (p53) og BRCA1 óvirkjun í tengslum við lyfjasvörun brjóstakrabbameinssjúklinga

Sjá frétt Göngum saman

Mynd: Göngum saman

Tímamótarannsókn á erfðaefni brjóstakrabba

Alþjóðlegum hópi vísindamanna hefur tekist að draga upp afar skýra mynd af þeim stökkbreytingum í erfðaefni sem talin eru geta valdið brjóstakrabbameini. Rannsókninni hefur verið lýst í fræðasamfélaginu sem tímamótarannsókn sem talin er geta rutt veginn fyrir betri forvarnir og lækningu gegn sjúkdómnum og var greint frá niðurstöðum hennar í hinu virta vísindatímariti Nature í liðinni viku

Viðtal við Jórunni í Samfélaginu á Rás1 11. maí 2016 um þessa tímamótaransókn á erfðaefni brjóstakrabba