Birna Þorvaldsdóttir

Staða: Doktorsnemiheimasida
Sími: 8661875
Netfang: bth60@hi.is
Staðsetning: Læknagarður, 4. hæð

Nám
Lauk B.Sc prófi í líffræði frá Líf-og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands vorið 2013.
Hóf doktorsnám í líf- og læknavísindum haustið 2013 undir leiðsögn Jórunnar Erlu Eyfjörð á Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum.

 

Rannsóknir
B.Sc verkefni

Titill: Telomere-gallar á litningum í Fanconi Anemia D1.

Verkefni unnið á Rannsókarstofu í krabbameinsfræðum vorið 2013 undir leiðsögn Sigríðar Klöru Böðvarsdóttur og Jórunnar Erlu Eyfjörð.

Verkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2013

Titill: Forspárgildi telomere-lengdar á litningaendum í blóði við mislitnun í brjóstakrabbameinsæxlum.

Verkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna, unnið á Rannsókarstofu í krabbameinsfræðum sumarið 2013 undir leiðsögn Sigríðar Klöru Böðvarsdóttur.

Doktorsverkefni

Titill: Telomere-gallar í BRCA-tengdum krabbameinum

Lýsing: Í verkefninu verða telomerar rannsakaðir hjá arfberum BRCA stökkbreytinga og  í krabbameinum tengdum BRCA stökkbreytingum í íslenska þýðinu, þ.e. í brjósta-, eggjastokka- og blöðruhálskirtilskrabbameinum. Meðal annars verður athugað hvort tengsl séu á milli telomere-lengdar og krabbameinsáhættu, mismunandi undirgerða krabbameins, krabbameinstengdri lifun og mismunandi krabbameinsmeðferða. Niðurstöður verkefnisins geta meðal annars gefið vísbendingar um hvort telomere-lengd hafi forspárgildi um fyrrnefnda þætti sem varða BRCA-tengd krabbamein.