Helga M. Ögmundsdóttir

Staða: Prófessor
Tölvupóstur: helgaogm@hi.is
Sími: 525 4897
Staðsetning: Læknagarður, 4 hæð

Birtar greinar

Stuttur starfs- og rannsóknarferill

Próf í læknisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands 1975. Doktorspróf í ónæmisfræði, frá læknadeild Edinborgarháskóla 1975-1979. Doktorsverkefnið fjallaði um það hvernig svokallaðar átfrumur greina bakteríur og hvernig þær svara slíku áreiti.

Eftir heimkomu haustið 1981 til 1986: Aðstoðarlæknir við Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði ásamt stundakennslu við Háskóla Íslands. Á þeim árum var gerð rannsókn á sjúklingum með illkynja mergfrumuæxli og sýnt fram á lélega virkni svokallaðra drápsfrumna í þessum sjúklingum. Kynnin af þessum sjúklingahóp urðu kveikjan að frekari rannsóknum síðar.

Straumhvörf urðu með stofnun Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði 1987. Þar hófst samstarf við Jórunni Erlu Eyfjörð og veittist tækifæri til uppbyggingar á rannsóknum sem skilaði u.þ.b. 100 ritrýndum greinum í alþjóðlegum tímaritum og veitti 50 nemendum þjálfun í rannsóknatengdu námi, allt frá litlum verkefnum upp í meistara- og doktorsverkefni. Rannsóknastofan fluttist til læknadeildar undir nýju nafni í árslok 200, heitir nú Rannsóknastofa í krabbameinsfræðum.

Af þátttöku í félagsstörfum má helst nefna setu í stjórn Vísindafélags Íslendinga 1986-1991, og ritarastarf í Evrópusamtökum um krabbameinsrannsóknir 1998-2004.

 

Helstu viðfangsefni


Brjóstakrabbamein:
Snemma tókst að rækta frumur beint úr brjóstakrabbameinsæxlum, en það hafði verið talið illmögulegt. Sýnt var fram á að samskipti brjóstakrabbameins við ónæmiskerfið eru flókin og getur eðli þessara samskipta haft áhrif að einhverju leyti á það hvort meinið tekur sig upp aftur eftir meðferð. Þá hafa verið gerðar miklar rannsóknir á litningabreytingum og var mjög mikilvægt að geta tengt saman niðurstöður úr þeim rannsóknum og sameindalíffræðilegar niðurstöður úr sömu sýnum úr rannsóknum Jórunnar. Búnar voru til langlífar frumulínur úr brjóstaþekjufrumum sem bera hina íslensku stökkbreytingu í BRCA2 geninu og veita þær tækifæri til rannsókna t.d. á sértækum áhrifum lyfja.

Rannsóknir á mergæxlum: Hér á landi reynast vera nokkrar ættir þar sem þessi sjaldgæfi sjúkdómur er algengari en gengur og gerist og einnig er verulega aukin tíðni á enn sjaldgæfari sjúkdómi, Waldenströms macroglobulinemiu. Hér virðist vera um að ræða arfgengt afbrigði í starfsemi þeirra frumna ónæmiskerfisins sem framleiða mótefni. Skilgreind var svipgerð ofursvarandi B-eitilfrumna, sem greinilega tengist hinni arfgengu tilhneigingu. Samvinna við blóðmeinafræðinga: Hlíf Steingrímsdóttur og Vilhelmínu Haraldsdóttur.


Rannsóknir á efnum úr íslenskum fléttum og sjávarhryggleysingjum: Samvinnuverkefni við Lyfjafræðideild, fyrst Kristínu Ingólfsdóttur, síðar Sesselju Ómarsdóttur. Fundist hafa allnokkur efni sem reynast hafa vaxtarhemjandi og drepandi verkun á krabbameinsfrumur. Tvö fléttuefni, usnínsýra og protolichesterínsýra, hafa mest verið rannsökuð og hafa þau sértæk áhrifum á efna- og orkuskipti frumna, sérstaklega stjórn á sýrustigi og fituefnaskipti. Þessir eiginleikar virðast síðan valda samvirkni við tiltekin hefðbundin krabbameinslyf.

Rannsóknir á áhættuþáttum krabbameina: Byggðar á notkun lífsýnasabanka, norræn og fjölþjóðleg samvinnuverkefni.

Önnur verkefni: Slímhúðarsjúkdómar í munni: Stökkbreytingar og tilhneiging til illkynja umbreytingar. Samvinna við Peter Holbrook, Tannlæknadeild.

 

Valdar greinar

1.  Proton-Shuttling lichen compound usnic acid affects mitochondrial and lysosomal function in cancer cells. Bessadottir M, Egilsson M, Einarsdottir E, Magnusdottir IH, Ogmundsdottir MH, Omarsdottir S, Ogmundsdottir HM. PLoS ONE | www.plosone.org 1 December 2012 | Volume 7 | Issue 12 | e51296

2.  Cytogenetic polyclonality of breast carcinomas: association with clinico-pathological    characteristics and outcome. Steinarsdottir M, Gudmundsson IH, Jonasson JG, Olafsdottir EJ, Eyfjörd JE, Ogmundsdottir HM. Genes Chromosomes Cancer. 2011 Nov;50(11):930-9. doi: 10.1002/gcc.20915. Epub 2011 Aug 24.

3.  Familial monoclonal gammopathy: hyper-responsive B cells in unaffected family members. Steingrímsdóttir H, Einarsdóttir HK, Haraldsdóttir V, Ogmundsdóttir HM. Eur J Haematol. 2011 May;86(5):396-404. doi: 10.1111/j.1600-0609.2011.01593.x. Epub 2011 Mar 30.

4.  Cellular mechanisms of the anticancer effects of the lichen compound usnic acid. Einarsdóttir E, Groeneweg J, Björnsdóttir GG, Harethardottir G, Omarsdóttir S, Ingólfsdóttir K, Ogmundsdóttir HM.
Planta Med. 2010 Jul;76(10):969-74. Epub 2010 Feb 8.

5.  Longitudinal study of TP53 mutations in eight patients with potentially malignant oral mucosal disorders. Ogmundsdóttir HM, Hilmarsdóttir H, Björnsson J, Holbrook WP. J Oral Pathol Med. 2009 Oct;38(9):716-21. Epub 2009 Mar 14.

6.  Establishment of three human breast epithelial cell lines derived from carriers of the 999del5 BRCA2 Icelandic founder mutation. Rubner Fridriksdottir AJ, Gudjonsson T, Halldorsson T, Björnsson J, Steinarsdottir M, Johannsson OT, Ogmundsdottir HM. In Vitro Cell Dev Biol Anim. 2005 Nov-Dec;41(10):337-42.

7.   Altered expression of HLA class I antigens in breast cancer: association with prognosis. Guðmundsdóttir I, Jónasson JG, Sigurðsson H, Ólafsdóttir K, Tryggvadóttir L, Ögmundsdóttir HM. Int J Cancer (Pred Oncol), 2000, 89, 500-505.

8.   Nordic biological specimen banks as basis for studies of cancer causes and control–more than 2 million sample donors, 25 million person years and 100,000 prospective cancers. Pukkala E, Andersen A, Berglund G, Gislefoss R, Gudnason V, Hallmans G, Jellum E, Jousilahti P, Knekt P, Koskela P, Kyyrönen PP, Lenner P, Luostarinen T, Löve A, Ogmundsdóttir H, Stattin P, Tenkanen L, Tryggvadóttir L, Virtamo J, Wadell G, Widell A, Lehtinen M, Dillner J. Acta Oncol. 2007;46(3):286-307.

9.  Effects of lymphocytes and fibroblasts on the growth of human mammary carcinoma cells studied in short-term primary cultures. Ogmundsdóttir HM, Pétursdóttir I, Gudmundsdóttir I, Amundadóttir L, Rønnov-Jessen L, Petersen OW. In Vitro Cell Dev Biol Anim. 1993 Dec;29A(12):936-42.