Styrkur veittur úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins árið 2017

Dr. Stefán Sigurðsson sameindalíffræðingur og dósent hlaut 4.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið „Áhrif stökkbreytinga í BRCA2 á vefjasértækni og þróun krabbameina.“

„Markmið verkefnisins er að nota CRISPR-erfðatæknina til að rannsaka tvær þekktar stökkbreytingar í BRCA2 geninu sem valda aukinni áhættu á myndun brjóstakrabbameins annars vegar og lungnakrabbameins hins vegar. Í verkefninu verður leitast við að skilgreina áhrif þessara stökkbreytinga á virkni BRCA2 próteinsins og þar með vefjasértækni þeirra.“

Frétt frá Krabbameinsfélaginu 

Mynd: Krabbameinsfélagið