Tveir styrkir frá Göngum saman hópnum renna til Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum

OAS & Borgthor

Þeir Ólafur Andri Stefánsson (nýdoktor) og Borgþór Pétursson (mastersnemi) hlutu styrk frá Göngum saman hópnum. Myndin er tekin við úthlutun úr sjóðnum þann 17. Október. 2014.

Verkefnin sem hlutu styrk voru “Vægi sviperfða sem forspárþættir í brjóstakrabbameinum” og “Áhrif sviperfða á lyfjanæmi í brjósta- og eggjastokkakrabbameinum”.